Kastaði handsprengjum inn á fjölmennan fund Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 13:39 Maðurinn er sagður hafa farið af fundi eftir rifrildi en snúið aftur með sprengjur. Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi. Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu. Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Af hinum særðu eru sex í alvarlegu ástandi en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Einnig er óljóst hvurslags handsprengjur maðurinn var með en mögulega voru þær svokallaðar hvellsprengjur, sem dreifa ekki sprengibrotum eins og hefðbundnar handsprengjur. Hvellsprengjur geta þó valdið miklum skaða og þá sérstaklega ef þær springa nærri fólki og í þröngu rými, eins og í þessu tilfelli. Myndband af atvikinu hefur verið í dreifingu á internetinu en þar má sjá manninn ganga inn á fund í ráðhúsinu með hendur í vösum. Háværar umræður eiga sér stað á fundinum en maðurinn tekur fljótt hendur upp úr vösum, kallar á aðra fundargesti og kastar tveimur handsprengjum á gólfið. Hann tekur þá þriðju upp úr vasanum en sú fyrsta springur áður en hann kastar þeirri þriðju frá sér. Kyiv Independent hefur eftir héraðsmiðlum í Úkraínu að sprengjumaðurinn heiti Serhii Batryn og hann sé bæjarfulltrúi í Keretsk. Þá segja héraðsmiðlar í Sakarpattíahéraði að Batryn hafi deilt við aðra bæjarfulltrúa um nýlega launahækkun hjá oddvita bæjarstjórnarinnar. Hann er sagður hafa farið af fundunum eftir eitt rifrildi og snúið aftur með sprengjurnar. Úkraínska Pravda segir atvikið rannsakað á grunni laga um hryðjuverk. Ríkislögreglustjóri Úkraínu birti myndband af atvikinu í morgun, sem sjá má hér. Rétt er að vara við myndbandinu.
Úkraína Tengdar fréttir Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41