Vandræðaklukka send út til viðgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2023 20:01 Gangverk og vísar klukkunnar á Iceland parliament hótel hafa verið send út til viðgerðar. Klukkan bíður berstrípuð á veggnum á meðan. Vísir/Einar Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag. Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga. Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga.
Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira