Vopnahlé strax Sigmar Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 14:00 Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Alþingi Hernaður Ísrael Palestína Sigmar Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar