Setti stigamet en lenti svo í útistöðum vegna boltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 14:00 Giannis Antetokounmpo var illur eftir leikinn gegn Indiana Pacers þrátt fyrir að hafa sett stigamet í leiknum. getty/Stacy Revere Giannis Antetokounmpo setti félagsmet þegar hann skoraði 64 stig í sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers, 140-126, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann lenti svo í útistöðum eftir leikinn. Michael Redd átti gamla stigametið hjá Milwaukee en hann skoraði 57 stig gegn Utah Jazz fyrir sautján árum. Gamla stigametið hans Giannis var 55 stig sem hann setti gegn Washington Wizards í janúar á þessu ári. Giannis hitti úr tuttugu af 28 skotum sínum í leiknum og skoraði auk þess 24 stig af vítalínunni. Þá tók hann fjórtán fráköst. GIANNIS ANTETOKOUNMPO TONIGHT: 64 POINTS 14 REBOUNDS 4 STEALS 71% FG pic.twitter.com/O8W7c9fF0F— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Eftir leikinn lenti Giannis í útistöðum við Pacers-menn sem höfðu tekið boltann sem var notaður í leiknum. Hann vildi skiljanlega eiga hann eftir þennan sögulega leik en Pacers-menn höfðu tekið hann frá fyrir nýliðann Oscar Tshiebwe sem skoraði sitt fyrsta stig í NBA í leiknum. „Við vorum ekki að hugsa um metið hans Giannis svo við tókum boltann. Nokkrum mínútum síðan voru nokkrir leikmenn þeirra komnir inn á ganginn til okkar,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana. „Það voru átök. Ég held að menn hafi ekki látið hnefana tala en framkvæmdastjórinn okkar fékk olnbogaskot í rifbeinin frá þeirra leikmanni.“ Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og sjö töp. Indiana, sem hefur komið á óvart í vetur, er í 5. sætinu með þrettán sigra og níu töp. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Michael Redd átti gamla stigametið hjá Milwaukee en hann skoraði 57 stig gegn Utah Jazz fyrir sautján árum. Gamla stigametið hans Giannis var 55 stig sem hann setti gegn Washington Wizards í janúar á þessu ári. Giannis hitti úr tuttugu af 28 skotum sínum í leiknum og skoraði auk þess 24 stig af vítalínunni. Þá tók hann fjórtán fráköst. GIANNIS ANTETOKOUNMPO TONIGHT: 64 POINTS 14 REBOUNDS 4 STEALS 71% FG pic.twitter.com/O8W7c9fF0F— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Eftir leikinn lenti Giannis í útistöðum við Pacers-menn sem höfðu tekið boltann sem var notaður í leiknum. Hann vildi skiljanlega eiga hann eftir þennan sögulega leik en Pacers-menn höfðu tekið hann frá fyrir nýliðann Oscar Tshiebwe sem skoraði sitt fyrsta stig í NBA í leiknum. „Við vorum ekki að hugsa um metið hans Giannis svo við tókum boltann. Nokkrum mínútum síðan voru nokkrir leikmenn þeirra komnir inn á ganginn til okkar,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana. „Það voru átök. Ég held að menn hafi ekki látið hnefana tala en framkvæmdastjórinn okkar fékk olnbogaskot í rifbeinin frá þeirra leikmanni.“ Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og sjö töp. Indiana, sem hefur komið á óvart í vetur, er í 5. sætinu með þrettán sigra og níu töp.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira