Blik í augum barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:30 Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun