Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook.
„Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars.
Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu.
„Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu.