Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 09:03 Andrzej Duda Póllandsforseti og Donald Tusk, nýr forsætisráðherra Póllands. EPA Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11