Endar tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu sætunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 11:00 Eileen Gu hefur miklar tekjur af auglýsingasamningum og ekki síst í Kína. Getty/VCG Tenniskonur eru launahæstu íþróttakonur heims og hafa verið það lengi. Það þykir því stórmerkilegt þegar íþróttakona úr annarri íþrótt kemst inn á topp þrjú á peningalistanum. Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira