Atvikið átti sér stað í leik Cherry Creek og Legend Blue í Lakewood, úthverfi Denver á dögunum.
Einn dómarinn sló annan niður áður en sá þriðji náði að stöðva hann. Dómararnir héldu áfram að slást eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
Uhhh, real life at my sisters kids bball tourney . Kids close your eyes pic.twitter.com/sELdSjKosX
— Tyler Polumbus (@Tyler_Polumbus) December 11, 2023
Ekki liggur fyrir hvað olli því að dómararnir byrjuðu að slást en eitthvað kom greinilega upp á því þeim var verulega heitt í hamsi.
Lögreglunni í Lakewood var gert viðvart en engir voru handteknir þar sem dómararnir höfðu yfirgefið íþróttahúsið þar laganna verðir mættu á staðinn.
Enginn meiddist í slagsmálunum en allir dómararnir hafa verið leystir frá störfum.