Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 07:30 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan. Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan.
Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira