Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2023 11:49 Áætlanir Icelandair og Play á morgun munu væntanlega riðlast mikið komi til aðgerða flugumferðarstjóra. vísir Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40
Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47