Atvinnuleitendur af erlendum uppruna með íslenskukennslu í símanum Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 15:26 Á myndinni eru frá vinstri Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi Akademias, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmála ráðherra, Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala Guðmundur Arnar Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Vinnumálastofnun hefur hafið innleiðingu á stafræna íslenskukennaranum Bara tala hjá Akademias. Fólk í atvinnuleit af erlendum uppruna, þar með talið flóttafólk, á nú kost á að fá aðgang að Bara tala í gegnum Vinnumálastofnun. Frá þessu er greint í tilkynningu. „Við erum himinlifandi með þennan áfanga, við vitum að skortur á aðgengi að tungumálinu getur leitt af sér mismunun og til útilokunar á vinnumarkaði. Það er því fagnaðarefni að Vinnumálastofnun ætlar að hefja innleiðingarferli á íslenskukennslu lausninni. Sérstaklega þar sem verið er að kalla eftir stórátaki í íslenskukennslu eftir slæmar niðurstöður úr nýjustu Pisa könnuninni,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala hjá Akademias. Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, sýna áhugasömum viðskiptavini Bara tala forritið.Aðsend Bara tala er í raun app sem inniheldur yfir 60 grunn námskeið í íslensku auk fagorðaforða fyrir flestar starfsstéttir. Námskeiðin innihalda yfir þúsund orð og setningar og segir í tilkynningu að samkvæmt rannsóknum hafi verið sýnt að með því að læra þúsund orð í erlendu tungumáli geti fólk skilið um 75 prósent allra samtala. Lausnin er ætluð til þess að hjálpa fólki af erlendum uppruna við að aðlagast samfélaginu og aðstoða þau í hversdagslegum aðstæðum eins og að fara á heilsugæslu, panta sér sér kaffi, sækja barnið sitt á leikskóla en að auki koma námskeið inn jafnóðum eins og til dæmis um íslensku jólin, handboltann í janúar eða Júróvísjón næsta vor. „Það hefur verið markmið okkar frá upphafi að öllum einstaklingum af erlendum uppruna verði veittur aðgangur að menntatækni lausninni Bara tala. Nú þegar eru tugir vinnustaða byrjaðir sjá mikinn árangur með tungumálakennslunni svo við höfum mikið til að gleðjast yfir. Umbreytingin á lífi starfsfólks sem kemur erlendis frá er svo stóri sigurinn,“ segir Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias sem dreifir og þjónustar Bara tala. Hann segir að þvert á allar atvinnugreinar þá eigi erlent starfsfólk sem fær framgang í starfi það sameiginleg að hafa komist inn í tungumálið. „Það er lykillinn að betri störfum, hærri launum og fleiri tækifærum. Fjölskyldur þeirra eiga þannig færi á að bæta lífsgæði sín á Íslandi því tungumálið er lykillinn að samfélaginu,” segir Guðmundur Arnar. Fjallað var um forritið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í sumar. Þar kom fram að í því geti notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. PISA-könnun Íslensk tunga Atvinnurekendur Vinnumarkaður Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
„Við erum himinlifandi með þennan áfanga, við vitum að skortur á aðgengi að tungumálinu getur leitt af sér mismunun og til útilokunar á vinnumarkaði. Það er því fagnaðarefni að Vinnumálastofnun ætlar að hefja innleiðingarferli á íslenskukennslu lausninni. Sérstaklega þar sem verið er að kalla eftir stórátaki í íslenskukennslu eftir slæmar niðurstöður úr nýjustu Pisa könnuninni,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala hjá Akademias. Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, sýna áhugasömum viðskiptavini Bara tala forritið.Aðsend Bara tala er í raun app sem inniheldur yfir 60 grunn námskeið í íslensku auk fagorðaforða fyrir flestar starfsstéttir. Námskeiðin innihalda yfir þúsund orð og setningar og segir í tilkynningu að samkvæmt rannsóknum hafi verið sýnt að með því að læra þúsund orð í erlendu tungumáli geti fólk skilið um 75 prósent allra samtala. Lausnin er ætluð til þess að hjálpa fólki af erlendum uppruna við að aðlagast samfélaginu og aðstoða þau í hversdagslegum aðstæðum eins og að fara á heilsugæslu, panta sér sér kaffi, sækja barnið sitt á leikskóla en að auki koma námskeið inn jafnóðum eins og til dæmis um íslensku jólin, handboltann í janúar eða Júróvísjón næsta vor. „Það hefur verið markmið okkar frá upphafi að öllum einstaklingum af erlendum uppruna verði veittur aðgangur að menntatækni lausninni Bara tala. Nú þegar eru tugir vinnustaða byrjaðir sjá mikinn árangur með tungumálakennslunni svo við höfum mikið til að gleðjast yfir. Umbreytingin á lífi starfsfólks sem kemur erlendis frá er svo stóri sigurinn,“ segir Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias sem dreifir og þjónustar Bara tala. Hann segir að þvert á allar atvinnugreinar þá eigi erlent starfsfólk sem fær framgang í starfi það sameiginleg að hafa komist inn í tungumálið. „Það er lykillinn að betri störfum, hærri launum og fleiri tækifærum. Fjölskyldur þeirra eiga þannig færi á að bæta lífsgæði sín á Íslandi því tungumálið er lykillinn að samfélaginu,” segir Guðmundur Arnar. Fjallað var um forritið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í sumar. Þar kom fram að í því geti notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er.
PISA-könnun Íslensk tunga Atvinnurekendur Vinnumarkaður Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20
Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03