Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á spennandi leiki í fótbolta, þýska handboltann, íshokkí og fyrsta úrslitaleik í sögu NBA-bikarkeppninnar.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 13.50 er leikur Hellas Verona og Lazio í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.
- Klukkan 16.50 er leikur Atalanta og AC Milan í sömu deild á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er svo komið að leik Inter og Udinese.
- Klukkan 01.30 er komið að leik Los Angeles Lakers og Indiana Pacers í NBA-bikarkeppninni í körfubolta. Er þetta í fyrsta sinn sem keppnin er haldin.
Vodafone Sport
- Klukkan 11.55 er leikur Manchester City og Aston Villa í ensku úrvalsdeild kvenna á dagskrá.
- Klukkan 14.55 er komið að leik Queens Park Rangers og Hull City í ensku B-deildinni í fótbolta.
- Klukkan 17.25 er stórleikur Borussia Dortmund og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dagskrá.
- Klukkan 19.30 mætast Erlangen og THW Kiel í þýska handboltanum.
- Klukkan 00.05 er leikur Detroit Red Wings og Ottawa Senators í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.