Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 14:03 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann í þrígang. Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira