Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra Jökull Sólberg skrifar 7. desember 2023 15:00 Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Alþingi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun