„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Joris Verwijst/Getty Images „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10