Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 72-93 | Grindavík straujaði yfir Íslandsmeistarana Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 22:31 Danielle Rodriguez fór fyrir Grindvíkingum í fyrri hálfleik þar sem hún átti stórleik. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistara Vals tóku á móti Grindvíkingum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan leik í byrjun settu Grindvíkingar í gírinn í 3. leikhluta og gerðu í raun út um leikinn þar sem þær komu muninn upp í 20 stig og hálfgert formsatriði fyrir gestina að sigla sigrinum heim sem þær og gerðu. Valskonur fóru betur af stað en í síðustu leikjum og leikurinn var nokkuð jafn framan af. Grindvíkingar skrefinu á undan en Valskonur í humátt á eftir. Gestirnir náðu þó góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks með Dani Rodriguez í fararbroddi sem sallaði niður stigum og stal boltum á víxl, staðan 33-47 í hálfleik. Hjalti Þór Vilhjálmsson las greinilega vel yfir sínum konum í hálfleik sem fóru að nota sitt sterkasta vopn sem var að sækja inn í teiginn þar sem Grindvíkingar áttu í töluverðum vandræðum með að hemja þær Ástu Júlíu Grímsdóttur og Hildu Björgu Kjartansdóttur. Valskonur minnkuðu muninn í sex stig en í stöðunni 41-47 kom ákveðinn vendipunktur í leikinn. Grindavík í sókn og fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir var skilin eftir galopin og kom Grindvíkingum aftur í gang. Eftir það féll allt með Grindvíkingum og munaði ekki síst um innkomu Jennýjar Geirdal sem setti sinn þriðja þrist í jafn mörgum tilraunum og kom þar með muninn í 21 stig. Eftirleikurinn varð í raun einfaldur fyrir Grindvíkinga sem stóðu sína vakt og rúmlega það. Slökuðu ekkert á og lönduðu öruggum og sanngjörnum sigri, lokatölur 72-93 í Origo-höllinni í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Það hljómar kannski eins og klisja en Grindvíkingar virkuðu miklu áræðnari í kvöld. Þær keyrðu hratt á Val í vörn og sókn og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík fóru fimm leikmenn í tveggja stafa tölu í skori en stigahæst var Hulda Björk Ólafsdóttir með 18 stig. Hún keyrði grimmt á körfuna undir lok leiksins og sótti sér margar ferðir á vítalínuna. Dani Rodriguez var frábær í fyrri hálfleik og endaði með 16 stig og bætti við sjö stoðsendingum og sex fráköstum. Hjá Val voru þær Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir langstigahæstar báðar með 18 stig en þrátt fyrir að sækja mikið inn í teiginn náðu Valskonur ekki að teygja á vörn Grindavíkur og opna skot fyrir utan. Ásta bætti við tíu fráköstum og því með tvöfalda tvennu og gaf sex stoðsendingar að auki. Hvað gerist næst? Sigur Grindavíkur þýðir að þær færast tímabundið einar upp í annað sætið en Njarðvík á leik til góða á morgun. Þessi lið mætast svo í síðasta leik fyrir jólafrí í Smáranum þann 12. desember. Valur fer sama kvöld í ferðalag norður í land og heimsækja Þór á Akureyri. Þorleifur: „Þær byrjuðu þriðja mjög vel en svo ekki söguna meir“ Lalli þurfti sjaldan að fórna höndum í kvöld líkt og í leiknum á móti Stjörnunni þar sem þessi mynd var tekinVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi um það fyrir leik að planið væri að hlaupa og það gekk sannarlega eftir í kvöld þar sem hans konur keyrðu hreinlega yfir Val, bæði í vörn og sókn. „Heldur betur og ég er virkilega ánægður með hvað við vorum ákveðnar. Rosalegur kraftur í okkur og við héldum áfram alveg sama hvað gerðist. Virkilega stoltur og frábær sigur.“ Hann hrósaði sínum konum fyrir að hafa náð tökum á leiknum á ný eftir áhlaup Vals í upphafi þriðja leikhluta en hann ákvað að leyfa leiknum að fljóta og tók ekki leikhlé þegar munurinn var allt í einu kominn niður í sex stig. „Ég var náttúrulega að pæla sem þjálfari að taka leikhlé og aðeins að fínstilla þetta en eins og ég sagði við þær inn í klefa eftir leik að það sem er best við þetta er að þær breyttu þessu. Úr því að vera svona hálf lélegt í að vera bara gott, jafnvel frábært. Þetta er auðvitað leikur áhlaupa og þær byrjuðu þriðja mjög vel en svo ekki söguna meir. Bara frábært hjá okkur.“ Grindavík fékk góðar mínútur af bekknum í kvöld sem þær þurftu virkilega á að halda með tvo lykilleikmenn í meiðslum. Lalli var að vonum ánægður með innkomurnar af bekknum. „Virkilega sáttur við hvernig við erum að spila úr þeim spilum sem við höfum, sérstaklega með þessar tvær frá vegna meiðsla. Þær eru heldur betur að nýta mínúturnar stelpurnar sem eru að fá tækifæri núna. Get ekki annað en verið sáttur með það.“ Lalli sagði að lokum að fókusinn væri núna á að klára Njarðvíkurleikinn með sæmd, en með sigri þar fara Grindvíkingar í jólafrí einar í 2. sæti deildarinnar. „Ég er mjög sáttur með hvernig þetta er að þróast. Nú er ég bara að einblína á það að klára Njarðvíkurleikinn með sæmd og reyna að bæta okkur í því sem við erum að vinna í. Svo kemur eitthvað brjálæðislega langt jólafrí. Svo bara áfram gakk!“ Hulda Björk: „Ég lét leikinn einhvern veginn koma bara til mín“ Hulda Björk, fyrirliði Grindavíkur, átti skínandi leik í kvöld og varð stigahæst Grindvíkinga með 18 stigVísir/Vilhelm Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, var öflug í kvöld og stigahæst sinna kvenna. Hún vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu þegar hún var spurð hvað það var sem skóp sigurinn að þessu sinni. „Liðsheildin. Allir voru að skila sínu og allir voru að spila saman. Bara samvinna.“ Hulda var óhrædd við að sækja á körfuna og sótti villur trekk í trekk á kafla. Hún sagði að það hefði þó ekki verið markmið sérstaklega, sóknarleikurinn hefði einfaldlega komið til hennar í góðu samspili með liðsfélögunum. „Ég var ekkert að pæla sérstaklega í að sækja á þær. Ég lét leikinn einhvern veginn koma bara til mín. Ég var meira að fókusa á vörnina. Svo bara datt sóknarleikurinn með mér. Spilið með liðinu opnaði fyrir mig líka. Það er markmiðið alltaf að láta leikinn koma til sín.“ Grindavíkurkonum hefur gengið ágætlega að finna taktinn þrátt fyrir að daglegt líf þeirra sé úr takti þessa dagana. Hulda sagði að körfuboltinn væri öflugt haldreipi fyrir liðsfélsgana þessa dagana. „Kláralega. Að hitta stelpurnar, brjóta upp daginn, hittast og gleyma þessum aðstæðum er rosalega gott. Það er gott að hitta stelpurnar og finna stuðninginn frá hver annarri.“ Þið hafið kannski bara meiri tíma til að æfa og hugsa um körfubolta þegar þið þurfið ekki að pæla jafn mikið í daglega stressi? „Já já“ - sagði Hulda og hló. Maður er náttúrulega í skóla og sumar í vinnu. En eins og ég segi, þetta brýtur upp daginn og það er gott að hitta stelpurnar og hitta fólkið sitt.“ Aðspurð hvort þessi sigur og staðan í deildinni gæfi Grindvíkingum ekki byr undir báða vængi samsinnti Hulda því, og auðvitað væri markmiðið að fara alla leið í vor. „Við ætlum klárlega að byggja á þessu fyrir framhaldið. Það er auðvitað markmiðið að fara alla leið!“ Subway-deild kvenna Valur UMF Grindavík
Íslandsmeistara Vals tóku á móti Grindvíkingum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan leik í byrjun settu Grindvíkingar í gírinn í 3. leikhluta og gerðu í raun út um leikinn þar sem þær komu muninn upp í 20 stig og hálfgert formsatriði fyrir gestina að sigla sigrinum heim sem þær og gerðu. Valskonur fóru betur af stað en í síðustu leikjum og leikurinn var nokkuð jafn framan af. Grindvíkingar skrefinu á undan en Valskonur í humátt á eftir. Gestirnir náðu þó góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks með Dani Rodriguez í fararbroddi sem sallaði niður stigum og stal boltum á víxl, staðan 33-47 í hálfleik. Hjalti Þór Vilhjálmsson las greinilega vel yfir sínum konum í hálfleik sem fóru að nota sitt sterkasta vopn sem var að sækja inn í teiginn þar sem Grindvíkingar áttu í töluverðum vandræðum með að hemja þær Ástu Júlíu Grímsdóttur og Hildu Björgu Kjartansdóttur. Valskonur minnkuðu muninn í sex stig en í stöðunni 41-47 kom ákveðinn vendipunktur í leikinn. Grindavík í sókn og fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir var skilin eftir galopin og kom Grindvíkingum aftur í gang. Eftir það féll allt með Grindvíkingum og munaði ekki síst um innkomu Jennýjar Geirdal sem setti sinn þriðja þrist í jafn mörgum tilraunum og kom þar með muninn í 21 stig. Eftirleikurinn varð í raun einfaldur fyrir Grindvíkinga sem stóðu sína vakt og rúmlega það. Slökuðu ekkert á og lönduðu öruggum og sanngjörnum sigri, lokatölur 72-93 í Origo-höllinni í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Það hljómar kannski eins og klisja en Grindvíkingar virkuðu miklu áræðnari í kvöld. Þær keyrðu hratt á Val í vörn og sókn og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Grindavík fóru fimm leikmenn í tveggja stafa tölu í skori en stigahæst var Hulda Björk Ólafsdóttir með 18 stig. Hún keyrði grimmt á körfuna undir lok leiksins og sótti sér margar ferðir á vítalínuna. Dani Rodriguez var frábær í fyrri hálfleik og endaði með 16 stig og bætti við sjö stoðsendingum og sex fráköstum. Hjá Val voru þær Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir langstigahæstar báðar með 18 stig en þrátt fyrir að sækja mikið inn í teiginn náðu Valskonur ekki að teygja á vörn Grindavíkur og opna skot fyrir utan. Ásta bætti við tíu fráköstum og því með tvöfalda tvennu og gaf sex stoðsendingar að auki. Hvað gerist næst? Sigur Grindavíkur þýðir að þær færast tímabundið einar upp í annað sætið en Njarðvík á leik til góða á morgun. Þessi lið mætast svo í síðasta leik fyrir jólafrí í Smáranum þann 12. desember. Valur fer sama kvöld í ferðalag norður í land og heimsækja Þór á Akureyri. Þorleifur: „Þær byrjuðu þriðja mjög vel en svo ekki söguna meir“ Lalli þurfti sjaldan að fórna höndum í kvöld líkt og í leiknum á móti Stjörnunni þar sem þessi mynd var tekinVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi um það fyrir leik að planið væri að hlaupa og það gekk sannarlega eftir í kvöld þar sem hans konur keyrðu hreinlega yfir Val, bæði í vörn og sókn. „Heldur betur og ég er virkilega ánægður með hvað við vorum ákveðnar. Rosalegur kraftur í okkur og við héldum áfram alveg sama hvað gerðist. Virkilega stoltur og frábær sigur.“ Hann hrósaði sínum konum fyrir að hafa náð tökum á leiknum á ný eftir áhlaup Vals í upphafi þriðja leikhluta en hann ákvað að leyfa leiknum að fljóta og tók ekki leikhlé þegar munurinn var allt í einu kominn niður í sex stig. „Ég var náttúrulega að pæla sem þjálfari að taka leikhlé og aðeins að fínstilla þetta en eins og ég sagði við þær inn í klefa eftir leik að það sem er best við þetta er að þær breyttu þessu. Úr því að vera svona hálf lélegt í að vera bara gott, jafnvel frábært. Þetta er auðvitað leikur áhlaupa og þær byrjuðu þriðja mjög vel en svo ekki söguna meir. Bara frábært hjá okkur.“ Grindavík fékk góðar mínútur af bekknum í kvöld sem þær þurftu virkilega á að halda með tvo lykilleikmenn í meiðslum. Lalli var að vonum ánægður með innkomurnar af bekknum. „Virkilega sáttur við hvernig við erum að spila úr þeim spilum sem við höfum, sérstaklega með þessar tvær frá vegna meiðsla. Þær eru heldur betur að nýta mínúturnar stelpurnar sem eru að fá tækifæri núna. Get ekki annað en verið sáttur með það.“ Lalli sagði að lokum að fókusinn væri núna á að klára Njarðvíkurleikinn með sæmd, en með sigri þar fara Grindvíkingar í jólafrí einar í 2. sæti deildarinnar. „Ég er mjög sáttur með hvernig þetta er að þróast. Nú er ég bara að einblína á það að klára Njarðvíkurleikinn með sæmd og reyna að bæta okkur í því sem við erum að vinna í. Svo kemur eitthvað brjálæðislega langt jólafrí. Svo bara áfram gakk!“ Hulda Björk: „Ég lét leikinn einhvern veginn koma bara til mín“ Hulda Björk, fyrirliði Grindavíkur, átti skínandi leik í kvöld og varð stigahæst Grindvíkinga með 18 stigVísir/Vilhelm Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, var öflug í kvöld og stigahæst sinna kvenna. Hún vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu þegar hún var spurð hvað það var sem skóp sigurinn að þessu sinni. „Liðsheildin. Allir voru að skila sínu og allir voru að spila saman. Bara samvinna.“ Hulda var óhrædd við að sækja á körfuna og sótti villur trekk í trekk á kafla. Hún sagði að það hefði þó ekki verið markmið sérstaklega, sóknarleikurinn hefði einfaldlega komið til hennar í góðu samspili með liðsfélögunum. „Ég var ekkert að pæla sérstaklega í að sækja á þær. Ég lét leikinn einhvern veginn koma bara til mín. Ég var meira að fókusa á vörnina. Svo bara datt sóknarleikurinn með mér. Spilið með liðinu opnaði fyrir mig líka. Það er markmiðið alltaf að láta leikinn koma til sín.“ Grindavíkurkonum hefur gengið ágætlega að finna taktinn þrátt fyrir að daglegt líf þeirra sé úr takti þessa dagana. Hulda sagði að körfuboltinn væri öflugt haldreipi fyrir liðsfélsgana þessa dagana. „Kláralega. Að hitta stelpurnar, brjóta upp daginn, hittast og gleyma þessum aðstæðum er rosalega gott. Það er gott að hitta stelpurnar og finna stuðninginn frá hver annarri.“ Þið hafið kannski bara meiri tíma til að æfa og hugsa um körfubolta þegar þið þurfið ekki að pæla jafn mikið í daglega stressi? „Já já“ - sagði Hulda og hló. Maður er náttúrulega í skóla og sumar í vinnu. En eins og ég segi, þetta brýtur upp daginn og það er gott að hitta stelpurnar og hitta fólkið sitt.“ Aðspurð hvort þessi sigur og staðan í deildinni gæfi Grindvíkingum ekki byr undir báða vængi samsinnti Hulda því, og auðvitað væri markmiðið að fara alla leið í vor. „Við ætlum klárlega að byggja á þessu fyrir framhaldið. Það er auðvitað markmiðið að fara alla leið!“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti