Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 12:31 Tyrese Haliburton og Buddy Hield fagna saman í sigri Indiana Pacers á Boston Celtics í nótt. AP/Darron Cummings Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum