Skýrsla Vals: Særindi og stolt Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 22:33 Stelpurnar voru geggjaðar í dag. Ég skil ekki hvernig þetta endaði með jafntefli. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt. HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt.
HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira