Skýrsla Vals: Særindi og stolt Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 22:33 Stelpurnar voru geggjaðar í dag. Ég skil ekki hvernig þetta endaði með jafntefli. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt. HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt.
HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira