Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 20:01 Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland eru mótfallnar því að banna mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi. Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira