„Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:56 Hildigunnur Einarsdottir spilaði sinn 100. A-landsleik í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Hildigunnur Einarsdóttir spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag fyrir Íslands hönd þegar liðið beið lægri hlut gegn Frökkum, 22-31, á HM í handbolta. Hildigunnur er að sjálfsögðu stolt af þessum áfanga og var nokkuð jákvæð eftir leik þrátt fyrir tap í dag gegn sjálfum Ólympíumeisturunum. „Hún er bara mjög blönduð. Þetta er öðruvísi en síðasti leikur. Við vissum að við værum að mæta bara einu af fimm bestu liðum í heimi þannig við voru meira að horfa á hvernig við myndum spila frekar en einhverjar niðurstöður og geta bætt okkar leik, bætt okkar sóknarleik og varnarleik. Í raun er níu marka tap ekkert hræðilegt miðað við að við byrjum í 7-0. Aftur verður fyrsta korterið okkur að miklu falli sóknarlega þar sem þær refsa okkur fyrir einfaldar sóknar tæknifeila. Þannig í raun að mörgu leyti margt frábært og kannski ekkert hræðilegt að enda þetta með níu á móti þessu liði,“ sagði Hildigunnur um tilfinninguna eftir leikinn. Franska liðið spilar gríðarlega hraðan bolta sem er hálfgerður ógjörningur við að eiga. „Þær eru geggjaðar sko. Hornamennirnir eru oft liggur við komnar upp á miðju og það er ekki búið að slútta, þær eru ógeðslega góðar að stela, dúndra fram og svo eru þær með svona leikmenn sem þú hugsar bara að þær geta komið á þig í allar áttir. Við þurfum að vera rosalega þéttar á þær, þetta eru svona skopparakringlur og svo koma bara einhverjar dúndrur. Þetta eru bara einar af bestu íþróttakonum í heimi, bestu handboltakonum í heimi, þær geta gert allt og eru ógeðslega góðar. Það var mjög gaman að mæta þeim en betra þegar við náðum aðeins að stjórna sóknarleiknum okkar og klára sóknirnar okkar betur og þá minnkuðum við líka hraðaupphlaupin hjá þeim og það er það sem breytti svolítið leiknum hjá okkur.“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik en hún varði fjögur vítaskot í leiknum ásamt ótal dauðafærum og endaði með 14 varða bolta. Hildigunnur gat ekki annað en hrósað liðsfélaga sínum eftir slíka frammistöðu. „Elín Jóna á daginn, ég skal gefa henni daginn,“ sagði Hildigunnur brosandi og hélt áfram: „Hún var sturluð, hélt okkur bara inn í leiknum, ég veit alveg að þetta var enginn spennandi leikur, en hún hélt okkur frá því að þetta yrði eitthvað hræðilegt. Hún var ógeðslega góð, hún var stórkostleg! Þriðja vítið, þá sagði ég við Gústa (Ágúst Jóhannsson): „Hún tekur þetta“ og hún tók þetta. Hún var ógeðslega góð, aldrei séð annað eins hjá henni.“ Hildigunnur spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag og var að sjálfsögðu stolt af áfanganum. „Bara gaman, geggjað, ógeðslega gaman að ná þessum árangri. Ég var ekkert viss í kringum áttatíu og eitthvað að ég færi svona langt og ég myndi spila svona lengi þannig þetta er bara ógeðslega gaman. Gaman að ná þessu og gaman að gera þetta hér og fjölskyldan er hérna og fullt af Íslendingum og ég er bara mjög stolt með þennan árangur.“ Hildigunnur einbeitt.EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Það er alltaf svona einn og einn einhver frábær leikur sem stendur upp úr og einhverjir óvæntir sigrar jafnvel og man meira segja hvort við unnum ekki Austurríki og komumst inn á EM fyrst, það var frábært. Fyrsti landsleikurinn ég mun aldrei gleyma honum á móti Hollandi í Hollandi, það er fullt af svona leikjum, þeir eru orðnir svo margir sko. Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta og það er það sem ég er að gera núna. Það er alltaf gaman að tikka inn tölur og allt það en vegferðin er búin að vera frábær og með frábærum stelpum og þjálfurum þannig það er það sem stendur og maður getur labbað stoltur frá sínum landsliðsferli þegar að því kemur og það er kannski svona það sem mun standa upp úr hjá mér á endanum; bara sátt með langan og góðan feril,“ sagði Hildigunnur enn fremur þegar hún var spurð hvaða stæði upp úr á sínum langa landsliðsferli. Klippa: Viðtal: Hildigunnur Einarsdóttir Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Hildigunnur er að sjálfsögðu stolt af þessum áfanga og var nokkuð jákvæð eftir leik þrátt fyrir tap í dag gegn sjálfum Ólympíumeisturunum. „Hún er bara mjög blönduð. Þetta er öðruvísi en síðasti leikur. Við vissum að við værum að mæta bara einu af fimm bestu liðum í heimi þannig við voru meira að horfa á hvernig við myndum spila frekar en einhverjar niðurstöður og geta bætt okkar leik, bætt okkar sóknarleik og varnarleik. Í raun er níu marka tap ekkert hræðilegt miðað við að við byrjum í 7-0. Aftur verður fyrsta korterið okkur að miklu falli sóknarlega þar sem þær refsa okkur fyrir einfaldar sóknar tæknifeila. Þannig í raun að mörgu leyti margt frábært og kannski ekkert hræðilegt að enda þetta með níu á móti þessu liði,“ sagði Hildigunnur um tilfinninguna eftir leikinn. Franska liðið spilar gríðarlega hraðan bolta sem er hálfgerður ógjörningur við að eiga. „Þær eru geggjaðar sko. Hornamennirnir eru oft liggur við komnar upp á miðju og það er ekki búið að slútta, þær eru ógeðslega góðar að stela, dúndra fram og svo eru þær með svona leikmenn sem þú hugsar bara að þær geta komið á þig í allar áttir. Við þurfum að vera rosalega þéttar á þær, þetta eru svona skopparakringlur og svo koma bara einhverjar dúndrur. Þetta eru bara einar af bestu íþróttakonum í heimi, bestu handboltakonum í heimi, þær geta gert allt og eru ógeðslega góðar. Það var mjög gaman að mæta þeim en betra þegar við náðum aðeins að stjórna sóknarleiknum okkar og klára sóknirnar okkar betur og þá minnkuðum við líka hraðaupphlaupin hjá þeim og það er það sem breytti svolítið leiknum hjá okkur.“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik en hún varði fjögur vítaskot í leiknum ásamt ótal dauðafærum og endaði með 14 varða bolta. Hildigunnur gat ekki annað en hrósað liðsfélaga sínum eftir slíka frammistöðu. „Elín Jóna á daginn, ég skal gefa henni daginn,“ sagði Hildigunnur brosandi og hélt áfram: „Hún var sturluð, hélt okkur bara inn í leiknum, ég veit alveg að þetta var enginn spennandi leikur, en hún hélt okkur frá því að þetta yrði eitthvað hræðilegt. Hún var ógeðslega góð, hún var stórkostleg! Þriðja vítið, þá sagði ég við Gústa (Ágúst Jóhannsson): „Hún tekur þetta“ og hún tók þetta. Hún var ógeðslega góð, aldrei séð annað eins hjá henni.“ Hildigunnur spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag og var að sjálfsögðu stolt af áfanganum. „Bara gaman, geggjað, ógeðslega gaman að ná þessum árangri. Ég var ekkert viss í kringum áttatíu og eitthvað að ég færi svona langt og ég myndi spila svona lengi þannig þetta er bara ógeðslega gaman. Gaman að ná þessu og gaman að gera þetta hér og fjölskyldan er hérna og fullt af Íslendingum og ég er bara mjög stolt með þennan árangur.“ Hildigunnur einbeitt.EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Það er alltaf svona einn og einn einhver frábær leikur sem stendur upp úr og einhverjir óvæntir sigrar jafnvel og man meira segja hvort við unnum ekki Austurríki og komumst inn á EM fyrst, það var frábært. Fyrsti landsleikurinn ég mun aldrei gleyma honum á móti Hollandi í Hollandi, það er fullt af svona leikjum, þeir eru orðnir svo margir sko. Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta og það er það sem ég er að gera núna. Það er alltaf gaman að tikka inn tölur og allt það en vegferðin er búin að vera frábær og með frábærum stelpum og þjálfurum þannig það er það sem stendur og maður getur labbað stoltur frá sínum landsliðsferli þegar að því kemur og það er kannski svona það sem mun standa upp úr hjá mér á endanum; bara sátt með langan og góðan feril,“ sagði Hildigunnur enn fremur þegar hún var spurð hvaða stæði upp úr á sínum langa landsliðsferli. Klippa: Viðtal: Hildigunnur Einarsdóttir
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira