Fyrir leikinn var Ribe-Esbjerg í 5. sæti deildarinnar með 18 stig en gat með sigri komist upp í 3. sætið. Elvar Ásgeirsson var í byrjunarliði Ribe-Esbjerg að vanda en hann skoraði sex mörk í dag. Ágúst Elí stóð einnig vaktina í markinu.
Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir Kolding. Í seinni hálfleiknum reyndi Íslendingaliðið að minnka forystu Kolding en allt kom fyrir ekki og því fór sem fór, lokatölur 29-24.