HM í handbolta: Gestgjafaþjóðirnar fögnuðu allar sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 21:02 Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs gegn Austurríki og tryggði þeim sæti í úrslitakeppninni. Vísir/EPA Allar þrjár gestgjafaþjóðir Heimsmeistaramótsins í handbolta stigu samtímis á gólf í kvöld og Spáni tókst að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30