Ábyrgð og auðlindir Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2023 14:00 Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar