Ábyrgð og auðlindir Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2023 14:00 Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar