Kona fann skilríki fanga í jakka frá Regatta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 11:40 Konunni leið fremur illa með fundinn. Hvorki konan né jakkinn á þessari mynd tengjast málinu beint. Getty Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins. Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian. Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian.
Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira