Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár Matthías Már Magnússon skrifar 1. desember 2023 09:00 Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar