„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2023 19:15 Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaður Íslands í dag af IHF. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta. Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu. Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu.
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira