Í B-riðli tók Svartfjallaland á móti Kamerún og var strax ljóst hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Kamerún skoraði aðeins tvö mörk í fyrri hálfleik og aðeins 11 allan leikinn, lokatölur 25-11.
Í F-riðli vann Þýskaland eins marks sigur á Japan í stórskemmtilegum leik, lokatölur 31-30. Sigurmarkið skoraði Xenia Smith þegar tæpar tvær sekúndur voru til leiksloka.
Alina Grijseels var markahæst í liði Þýskalands með sjö mörk en Natsuki Aizawa var markahæst í liði Japans með 10 mörk.
Í H-riðli vann Holland stórsigur á Argentínu, lokatölur 41-26. Estevana Polman var markahæst í liði Hollands með sjö mörk og Dione Housheer kom þar á eftir með sex mörk. Hjá Argentínu var Manuela Pizzo markahæst með fimm mörk.