Viðskipti innlent

Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísa­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Egill

Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Fyrirtækið mun hefja starfsemi þann 1. desember að Sindragötu 7 á Ísafirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur auk þess fram að um næstu áramót muni Vélsmiðjan Þristur ehf á Ísafirði sameinast Ístækni.

Sameinað fyrirtæki mun sérhæfa sig í hönnun og framleiðslu á búnaði og tækjum fyrir sjávarútveg, laxeldi og annan matvælaiðnað. Auk nýsmíði mun fyrirtækið bjóða upp á viðgerðar-og viðhaldsþjónustu.

Í byrjun verða starfsmenn fyrirtækisins tólf. Þeim mun fjölga í rúmlega tuttugu í byrjun næsta árs. Jóhann Bæring Gunnarsson, véliðnfræðingur, er framkvæmdastjóri Ístækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×