Meirihluti Íslendinga vill ekki eiga nágranna með fíknivanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Mun meiri fordómar mælast gegn einstaklingum með fíknivanda á Íslandi en með annan vanda. Meira en helmingur Íslendinga vill ekki fólk með fíknivanda sem nágranna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“ Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“
Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira