Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 13:32 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig geti varað alveg þar til ný lögn kemst í gagnið. Vísir/Vilhelm Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024. Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024.
Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34