Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 13:32 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig geti varað alveg þar til ný lögn kemst í gagnið. Vísir/Vilhelm Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024. Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024.
Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34