Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 12:30 Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli. RAX Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni. Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX
Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30