Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti.
Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum.
Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja.
The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr
— NBA (@NBA) November 29, 2023
Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum.
Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum.
De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw
— NBA (@NBA) November 29, 2023
Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik.
Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum.
Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember.
THE BRACKET IS SET.
— NBA (@NBA) November 29, 2023
The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2