Atlético Madríd heimsótti Feyenoord í Rotterdam vitandi það að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum. Heimamenn voru í jólaskapi og skoruðu tvö sjálfsmörk í leik sem Atlético vann 3-1. Mario Hermoso skoraði fyrir gestina en Mats Wieffer skoraði mark heimaliðsins.
Staðan í E-riðli er þannig að Atl. Madríd er á toppnum með 11 stig og Lazio er þar fyrir neðan með 10 stig. Bæði lið eru komin áfram. Feyenoord er með sex stig og tekur þátt í Evrópudeildinni eftir áramót á meðan Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig.
Barcelona tók á móti Porto á Nývangi í Katalóníu. Þar kom Pepe gestunum óvænt yfir eftir hálftíma en João Cancelo jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik.
João Félix skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið á 57. mínútu, eftir undirbúning Cancelo. Lokatölur 2-1 og Barcelona komið áfram í 16-liða úrslit.
Staðan í H-riðli er þannig að Börsungar eru á toppnum með 12 stig en Porto og Shakhtar Donetsk eru bæði með 9 stig. Þau mætast í lokaumferð riðilsins. Antwerp er síðan án stiga.