Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2023 11:31 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun