Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 21:01 Sigurður Ingi var ómyrkur í máli þegar hann ræddi málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði. Vísir Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“ Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“
Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira