Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 18:52 Biðin eftir að kvikugangurinn róist gæti tekið mun lengri tíma. Þessi mynd var tekin í dag skammt frá Grindavík. Fáir nýttu daginn til að kíkja heim nema helst viðgerðarmenn. vísir/vilhelm Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira