Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 18:52 Biðin eftir að kvikugangurinn róist gæti tekið mun lengri tíma. Þessi mynd var tekin í dag skammt frá Grindavík. Fáir nýttu daginn til að kíkja heim nema helst viðgerðarmenn. vísir/vilhelm Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira