Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 16:29 Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant vildi ekki upplýsa um hversu margir á starfsstöð félagsins á Íslandi misstu vinnuna í morgun. Controlant Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. „Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við tókum þátt í að dreifa og vakta bóluefni fyrir Pfizer þegar faraldurinn skall á og þetta var mjög stórt og viðamikið verkefni sem krafðist mikils mannafla. Við uxum mjög hratt á stuttum tíma og byrjuðum 60 þegar faraldurinn skall á og fórum yfir 500 starfsmenn,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, en nú starfa þar 450 starfsmenn. Félagið tilkynnti það síðdegis að 80 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í morgun, eftir að fréttastofa greindi frá því um hádegisbil. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Fyrirtækið þurfi ekki að vera svona stórt fyrir verkefni 2024 Gísli segir vöxtinn hafa verið gríðarlegan og á þessum tíma hafi fyrirtækið byggt upp vörur, lausnir og mikla þekkingu. Eftirspurn eftir bóluefnum gegn Covid-19 hafi minnkað hraðar en þær sviðsmyndir sem fyrirtækið vann eftir gerðu ráð fyrir. „Þar af leiðandi þarf fyrirtækið ekki að vera eins stórt farandi inn í þau verkefni sem eru fram undan á næsta ári. Það var óhjákvæmilegt hjá okkur að aðlaga stærð fyrirtækisins að þeim verkefnum sem við erum að fara inn í á næsta ári. Þar af leiðandi þurftum við að fækka um 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Gísli. Samkvæmt heimildum fréttastofu greip um sig ringulreið í höfuðstöðvum Controlant og margir voru í miklu uppnámi.Vísir/Arnar Er þessi fækkun bara hjá starfsstöðvum á Íslandi eða víðar? „Hún er víðar en stærsti hlutinn er á Íslandi sem er í rauninni bara í samhengi við það að þegar faraldurinn skall á réðum við langmest á Íslandi í það verkefni,“ segir hann. Geturðu sagt mér hvað þetta eru margir hér á landi sem missa vinnuna? „Nei, ég bara vísa í tilkynninguna sem við sendum.“ Uppsagnir þvert á fyrirtækið Hann segir nýjan kafla nú vera að hefjast hjá félaginu, sem miði að því að komast út úr „Covid-fasa.“ „Við erum að þjónusta átta af stærstu lyfjafyrirtækjum heims og það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Þessi grunnstarfsemi, þessar grunnlausnir, það hefur verið að byggjast mjög hratt upp í gegnum Covid. Við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við sjáum fram á að fyrir utan Covid verði töluverður tekjuvöxtur. Þessi fjármögnun er í raun bara til að byggja upp áframhaldandi þróun og markaðssóknir á kjarnastarfsemi félagsins,“ segir Gísli og vísar þar til þess sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi tryggt 11 milljarða króna fjármögnun. Uppsagnirnar séu þvert á fyrirtækið. Þegar ráðið var inn vegna Covid-verkefna hafi það verið þvert á fyrirtækið og uppsagnirnar það þar af leiðandi líka. „Við erum í dag að kveðja góða samstarfsfélaga með miklum trega, sem hafa áorkað mjög mikið saman og tryggt örugga dreifingu á sex milljónum bóluefnaskammta.“ Hvernig var andinn í höfuðstöðvunum í morgun? „Hann var bara eftir aðstæðum,“ segir Gísli. Inntur eftir því hvort von sé á frekari breytingum segir hann þessar breytingar og fjármögnunina sem tilkynnt var um síðdegis til þess fallnar að stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar. „Ég vil þakka því frábæra starfsfólki sem við kveðjum í dag. Þau hafa sýnt mikinn styrk og elju í gegn um faraldurinn og það er erfitt að kveðja þau. Ég held að mörg fyrirtæki á Íslandi yrðu lánsöm að fá þau.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05