Eiginkonurnar orðnar umsvifamiklir fjárfestar á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2023 12:13 Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson voru í aðalhlutverki hjá Kaupþingi sem féll haustið 2008. Eiginkonur fyrrverandi stjórnenda hins fallna Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum, meðal annars á Spáni. Peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á Tortóla og Kýpur eru notaðir til að byggja lúxusíbúðir. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni. Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni.
Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira