Hvað er þá að Viðreisn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 11:00 „Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar