Hvað er þá að Viðreisn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 11:00 „Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári. Kristrún Frostadóttir hafði þá tæpum tveimur vikum áður verið kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins og lýst því yfir af því tilefni að stefna hans um inngöngu í Evrópusambandið yrði sett á ís. Nokkuð sem hún hafði raunar ítrekað boðað frá því að hún lýsti yfir framboði sínu í ágúst sama ár. Þess í stað yrði lögð áherzla á málefni sem væru til þess fallin að sameina vinstrimenn fremur en að sundra þeim. Fróðlegt er að skoða hvernig fylgi flokkanna tveggja hefur þróast á því rúma ári sem liðið er síðan Þorgerður hvatti Evrópusambandssinna í Samfylkingunni til þess að styðja Viðreisn. Fyrir ári mældist fylgi Viðreisnar 8,4% samkvæmt Gallup, hliðstætt og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Í síðustu könnun fyrirtækisins mældist það hins vegar 7,5%. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar farið úr 16,6% í rúm 29%. Fygisaukingin yrði aðeins einnota Miðað við niðurstöður skoðanakannana síðasta árið er ein helzta ástæða fylgisaukningar Samfylkingarinnar sú ákvörðun forystu flokksins að leggja ekki lengur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Kannanir sýna þannig að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukizt verulega í röðum þeirra sem andvígir eru því að gengið verði í sambandið. Margir andstæðingar inngöngu í það telja nú greinilega óhætt að styðja flokkinn. Hins vegar er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Samfylkingunni. Einungis áherzlubreytingu sem fyrr segir. Stefnan er óbreytt og þó Kristrún hafi sagt að innganga í Evrópusambandið sé ekki á dagskrá hefur hún líka sagt að það gæti breytzt ef aðstæður kölluðu á það. Með öðrum orðum gæti það allt eins gerzt strax eftir kosningar í krafti atkvæða andstæðinga inngöngu í sambandið. Mikil pólitísk áhættu fælist hins vegar í því enda myndu umræddir kjósendur líklega seint treysta Kristrúnu og Samfylkingunni aftur fyrir atkvæðum sínum. Fygisaukingin yrði einnota. Eins gæti slík framganga hæglega leitt til aukinnar andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en hafa verður í huga í því sambandi að ekki væri nóg að koma málinu af stað heldur þyrfti einnig að lenda því sem er ferli sem tekur mörg ár. Fátt sem bendir til háværrar kröfu Fullyrt er gjarnan í röðum Viðreisnar að hávær krafa sé uppi um það að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fátt ef eitthvað bendir þó til þess að svo sé í raun. Fylgi Viðreisnar, sem ekki aðeins er eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það, sýnir það ágætlega. Væri slík krafa raunverulega fyrir hendi ætti það að sýna sig í stórauknum stuðningi við flokkinn. Miðað við niðurstöður skoðanakannana hafa þeir, sem segjast mjög hlynntir inngöngu í Evrópusambandið og kunna því að láta málið ráða atkvæði sínu í þingkosningum, einungis verið um 22%. Fyrir fylgisaukningu Samfylkingarinnar mældist samanlagt fylgi flokkanna tveggja að sama skapi um 22% en skref í átt að inngöngu í sambandið verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin nema þingmeirihluti verði fyrir því. Telji forystumenn Viðeisnar engu að síður að hávær krafa sé til staðar í þjóðfélaginu um að stefnt verði að inngöngu í Evrópusambandið stendur vitanlega upp á þá að útskýra hvers vegna það hafi ekki skilað sér í stórauknum stuðningi við eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið? Ekki sízt eftir hvatningu flokksformannsins fyrir ári síðan til Evrópusambandssinna um að styðja hann. Hvað sé þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun