Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum Anna Lára Steindal skrifar 26. nóvember 2023 09:01 Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun