Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 14:44 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir helstu bætur eins og barna- og vaxtabætur lækka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að samkvæmt frumvarpinu lækkuðu vaxtabætur um 25 prósent milli ára. Að óbreyttu muni fimm þúsund manns að auki detta út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur lækkuðu þótt leiguverð hefði hækkað á árinu og barnabætur lækkuðu aðraungildi vegna verðbólgunnar. „Það hefur ekkert frumvarp komið fram um breytingar á húsaleigulögum til að styrkja stöðu leigjenda. Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá innviðaráðherra. Engin leigubremsa. Lítið gerist þrátt fyrir áframhaldandi þrýsting á húsnæðismarkaði. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin gæti ekki skilað af sér óábyrgum fjárlögum í skjóli jarðhræringa á Reykjanesi. Það væri lykilatriði fyrir Grindvíkinga og alla landsmenn að ríkisstjórn notaði tækifærið við gerð fjárlaga til að styrkja getu fólks til að takast á við áföll. „Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem ætlar að halda utan um fólkið í landinu er að skerða barnabætur að raunvirði til tekjulægsta fólksins. Hvernig stendur á því að húsnæðisbætur fara lækkandi á milli ára, þrátt fyrir verðbólgu. Þessum spurningum verðum við að svara þrátt fyrir ástandið sem er til staðar í Grindavík. Við tökum öll höndum saman í tengslum við það. En við getum ekki horfið frá grundvallar verkefnum í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakbosdóttir segir kerfisbreytingar hafa verið gerðar á barnabótakerfinu þannig að framlög til þess muni hækka um 1,4 milljarða á næsta ár.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði unnið að ýmsum kerfisbreytingum til að mynda á barnabótakerfinu. Framlög til þess muni aukast um 1,4 milljarða króna á næsta ári. „Ég vil líka minna á að stuðningur við barnafjölskyldur er hlutfallslega mikill á Íslandi þegar borið er saman við Norðurlöndin. En hann er ólíkur. Þá er ég að tala um niðurgreiðslu á þjónustu. Þetta birtist í samanburði OECD á stuðningi ríkja við barnafjölskyldur, þar sem við tölum um stuðning við barnafjölskyldur og auðvitað leikskólakerfið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira