Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:29 Húseigendafélaginu berst kvörtun um það bil einu sinni í mánuði vegna stöðugra reykinga í fjölbýli sem mikið ónæði hlýst af. Getty Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“ Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“
Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30