Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:30 Laufabrauðin hjá Höskuldi hafa slegið í gegn undanfarin ár. Vísir/Sigurjón Ólason Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01