Vaktin: Örlög sakborninganna 25 ráðast í dag Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Lítill hluti sakborninganna þegar málið var þingfest á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni. Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01