Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Piotr Herman, stofnandi, forseti og þjálfari hjá Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn