Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2023 08:14 Starfsmaður hótelsins hafði innritað brotaþola á hótelið fyrr um daginn, 8. október 2021. Brotin áttu sér svo stað um nóttina. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað. Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað.
Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira